Verkefnin voru upphaflega unnin með styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla árið 2012. Verkefnin voru endurskoðuð og bætt með styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar 2017 og komið aftur út á vefinn í þessu formi sem hér sést. Vonandi geta sem flestir nýtt sér þau.
Verkefnin eru hönnuð fyrir nemendur í yngri deildum grunnskóla, 1.-7. bekk. Þau gagnast einnig eldri nemendum sem þurfa stuðning í námi, nýbúum, íslenskum börnum sem búa erlendis og öðrum sem hafa áhuga á íslensku. Mögulegt er að vinna verkefnin með heilum hópi t.d. í tölvutíma eða sem einstaklingsverkefni eða jafnvel heimaverkefni.
Forritið sem verkefnin eru skrifuð í er ekki hannað með notkun í spjaldtölvu í huga en þau virka þó í "Puffin" vafranum sem er mjög ánægjulegt.
Höfundur verkefnanna er Anna Magnea Harðardóttir grunnskólakennari við Hofsstaðaskóla í Garðabæ.
Verkefnin eru hönnuð fyrir nemendur í yngri deildum grunnskóla, 1.-7. bekk. Þau gagnast einnig eldri nemendum sem þurfa stuðning í námi, nýbúum, íslenskum börnum sem búa erlendis og öðrum sem hafa áhuga á íslensku. Mögulegt er að vinna verkefnin með heilum hópi t.d. í tölvutíma eða sem einstaklingsverkefni eða jafnvel heimaverkefni.
Forritið sem verkefnin eru skrifuð í er ekki hannað með notkun í spjaldtölvu í huga en þau virka þó í "Puffin" vafranum sem er mjög ánægjulegt.
Höfundur verkefnanna er Anna Magnea Harðardóttir grunnskólakennari við Hofsstaðaskóla í Garðabæ.